Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 07. apríl 2021 22:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir kvöldsins: Mendy og Mbappe bestir
Þeir Edouard Mendy og Kylian Mbappe voru menn kvöldsins að mati Sky Sports. Mendy hélt marki Chelsea hreinu í 0-2 útisigri á Porto og Mbappe skoraði tvö marka PSG gegn Bayern Munchen.

PSG vann 2-3 útisigur og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Evrópumeisturunum. Neymar fær næsthæstu einkunn leikmanna PSG eða átta, Mbappe fær níu. Þrátt fyrir að hafa búið til tíu færi fyrir samherja sína fær Joshua Kimmich „einungis" sex í einkunn.

Mendy fær átta fyrir sína frammistöðu gegn Porto, það sama og markaskorararnir Mason Mount og Ben Chilwell. Moussa Marega fékk hæstu einkunn af leikmönnum Porto, sjö.

Einkunnir Porto og Chelsea:

Porto: Marchesin (5), Manafa (6), Mbemba (6), Pepe (7), Zaidu (6), Grujic (6), Uribe (6), Otavio (6), Corona (6), Diaz (6), Marega (7).

Chelsea: Mendy (8), Azpilicueta (7), Rudiger (7), Christensen (7), James (7), Kovacic (7), Jorginho (7), Chilwell (8), Mount (8), Havertz (5), Werner (6).

Varamenn: Pulisic (6), Giroud (6)

Maður leiksins: Edouard Mendy



Einkunnir Bayern Munchen og PSG:

Bayern Munich: Neuer (5), Pavard (6), Sule (5), Alaba (6), Hernandez (5), Goretzka (5), Kimmich (6), Coman (5), Muller (6), Sane (5), Choupo-Moting (6).

Varamenn: Davies (6), Boateng (5),

PSG: Navas (7), Dagba (7), Kimpembe (6), Marquinhos (7), Diallo (6), Gueye (7), Danilo (7), Di Maria (7), Neymar (8), Draxler (7), Mbappe (9).

Varamenn: Herrera (7), Bakker (7), Kean (6).

Maður leiksins: Kylian Mbappe.



Athugasemdir
banner
banner