Andri Þór Magnússon, einn af lykilmönnum Fjarðabyggðar, var ekki sáttur eftir 2-1 tap liðsins gegn Huginn í dag.
Andri var þá sérstaklega ekki sáttur með seinni hálfleikinn, en Seyðisfirðingar skoruðu tvisvar í honum.
Andri var þá sérstaklega ekki sáttur með seinni hálfleikinn, en Seyðisfirðingar skoruðu tvisvar í honum.
Lestu um leikinn: Fjarðabyggð 1 - 2 Huginn
„Seinni hálfleikurinn var það sem fór úrskeiðis hjá okkur, en við mættum bara ekki til leiks í hann. Síðan eru Huginsmenn bara með flott lið,“ sagði Andri Þór eftir leik.
Nýjir leikmenn eins og Sveinn Sigurður Jóhannesson, Loic Ondo og Emil Stefánsson byrjuðu hjá Fjarðabyggð, en Andri var sáttur með þá.
„Þeir stóðu sig ágætlega, svona erfitt fyrsti leikur, aðeins að venjast liðinu betur, en þetta kemur allt með tímanum. Við stöndum upp eftir þetta.“
Andri var ekki sáttur með sína eigin frammistöðu.
„Nei, ég hefði átt að gera miklu betur í fyrra markinu, hefði mátt mæta leikmanninum betur. Ég hélt að hann ætlaði að senda til hliðar og hikaði, en hik er það sama og tap í þessu.“
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir























