Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. maí 2020 16:44
Ívan Guðjón Baldursson
Henderson leikmaður tímabilsins hjá lesendum BBC
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lesendur BBC eru búnir að velja Jordan Henderson sem besta leikmann enska úrvalsdeildartímabilsins. Það kemur engum á óvart að Jürgen Klopp var valinn besti stjórinn.

Knattspyrnuheimurinn hefur verið stopp í tvo mánuði og mun enska tímabilið ekki fara aftur af stað fyrr en í fyrsta lagi í júní.

Henderson, sem er fyrirliði Liverpool, fékk harða samkeppni frá liðsfélaga sínum Sadio Mane og Kevin De Bruyne, belgíska miðjumanni Manchester City.

Hinn 29 ára gamli Henderson er búinn að spila 25 úrvalsdeildarleiki á tímabilinu. Í þeim hefur hann skorað þrjú mörk og lagt fimm upp.

Adama Traore var sá leikmaður sem kom mest á óvart, Trent Alexander-Arnold var besta ungstirnið og þá skoraði Son Heung-min mark tímabilsins í stórsigri Tottenham gegn Burnley.

Lánssamningur Dean Henderson, markvarðar Sheffield United sem kom að láni frá Man Utd, var valinn sem félagaskipti tímabilsins.

Þá var 3-0 sigur Watford gegn Liverpool valið sem 'atvik' eða 'stund' tímabilsins.

Vivianne Miedema, hollenskur framherji Arsenal, var valin best í ofurdeild kvenna. Emma Hayes var valin besta stýran fyrir frábæran árangur sinn með kvennaliði Chelsea.

Draumalið ensku úrvalsdeildarinnar:
Alisson Becker
Trent Alexander-Arnold
Virgil van Dijk
Caglar Soyuncu
Andy Robertson
Kevin De Bruyne
Jordan Henderson
Bruno Fernandes
Mohamed Salah
Sergio Aguero
Sadio Mane
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner