fös 07. maí 2021 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Sigur hjá Kristianstad - Sif mætt aftur í byrjunarliðið
Sif Atladóttir var í byrjunarliðinu í fyrsta sin síðan í október 2019
Sif Atladóttir var í byrjunarliðinu í fyrsta sin síðan í október 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta byrjunarliðs leik í rúmlega eitt og hálft ár er Kristianstad vann Vittsjö 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sif, sem er 35 ára gömul, tilkynnti að hún væri ólétt í mars á síðasta ári en hún sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði er hún spilaði með Kristianstad í æfingaleik gegn U23 ára liði Svía.

Hún var ónotaður varamaður í fyrstu umferð deildarinnar en kom inná sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Sif var í byrjunarliðinu í kvöld og spilaði allan leikinn í sigrinum en Kristianstad er í efsta sæti deildarinnar eftir fyrstu fjóra leikina með tíu stig.

Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki með Kristianstad vegna meiðsla sem hún hlaut gegn Växjö FF á dögunum. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfar liðið og þá er Björn Sigurbjörnsson aðstoðarþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner