Ísland tapaði 2-4 á heimavelli gegn Slóveníu í kvöld. Svekkjandi tap hjá íslenska liðinu. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður í leiknum eftir að Aron Einar Gunnarsson meiddist.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 4 Slovenia
„Það er of mikið að fá fjögur mörk á sig, sérstaklega á heimavelli. Mér fannst ekki vanta upp á kraft eða vilja, sérstaklega fram á við," sagði Eiður.
„Við vorum ekki alveg nægilega þéttir. Þá er ég ekki að kenna varnarlínunni heldur pakkanum um það."
„Það þýðir ekkert að hengja haus. Við verðum að sýna karakter og koma til baka."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























