Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   þri 07. júní 2016 22:03
Þorsteinn Haukur Harðarson
Laugardalsvelli.
Harpa: Fólk getur farið að kaupa sér ferð til Hollands
Kvenaboltinn
Harpa skorar eitt af mörkum sínum í kvöld.
Harpa skorar eitt af mörkum sínum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
"Ég get viðurkennt að við höfum þurft að hafa meira fyrir hlutunum. En við vissum það svosem fyrir leikinn að þetta yrði áskorun fyrir okkur að halda uppi tempói og gæðum," sagði markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir eftir 8-0 sigur gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 8 -  0 Makedónía

Eins og úrslitin gefa til kynna var mikill getumunur á liðunum í kvöld.

"Standardinn hjá þeim er bara sorglegur, það verður að segjast alveg eins og er. Ég veit líka að það voru lykilmenn liðsins sem gáfu ekki kost á sér í leikinn svo þær urðu slakari fyrir vikið."

Harpa var ógnandi fyrir framan mark Makedóníu í dag en ekki eru allir á eitt sammála um hvort hún hafi skorað tvö eða þrjú mörk. UEFA segir að eitt markið hafi verið sjálfsmark hjá varnarmanni Makedóníu. Því er markadrottningin ekki sammála.

"Þetta voru alltaf þrjú mörk hjá mér. Það er klárt."

Þá segir Harpa að þó að EM sætið sé ekki endanlega gulltryggt sé engu að síður orðið tímabært að panta ferð á mótið. "Fólk getur alveg farið að bóka ferð til Hollands. Við munum komast á mótið."
Athugasemdir
banner