Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 07. júní 2019 21:36
Orri Rafn Sigurðarson
Elín Metta: Komið skemmtilega á óvart
Kvenaboltinn
Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn KR
Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann stórsigur á Fylki í Pepsi Max deildinni í kvöld þar sem Elín Metta fór á kostum með 4 mörk og 2 stoðdendingar.

„Mér líður dásamlega þetta var mjög góður leikur og gott veður svo þetta var mjög skemmtilegt." Sagði Elín Metta glöð og sátt eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Fylkir

Þetta er í annað skipti í sumar sem Elín skorar þrjú mörk eða fleiri og það einnig annan deildarleikinn í röð. Kemur það henni á óvart?

„Það kemur skemmtilega á óvart og virkilega gaman hvað maður er að nýta færin vel og hvað liðsfélagarnir eru að skapa fyrir mann."

Eftir fyrsta mark Vals virtist öll von fara úr gestunum, skynjaði Elín Metta það á vellinum?

„Já það gæti verið mér fannst við vera bara þolinmóðar við létum boltann ganga og það skilaði sér að lokum í mörkum. Við erum góðar þegar við náum að slaka á og láta boltann ganga."

„Við erum með geggjaða vörn og markmann mér finnst við vera í toppstandi og lítið út á þennan leik að setja hjá okkur." Sagði Elín Metta. En varnarleikur Vals gleymist oft þar sem sóknarleikurinn er svo feikasterkur en þær héldu Fylkir alveg niðri í þessum leik.

Núna er landsliðs verkefni framundan og Elín er að senda skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans um að hún eigi að byrja upp á topp með þessum mörkum.

„Ég treysti þjálfaranum til að velja besta liðið í landsliðinu ég ætla ekki fara skipta mér af því." Sagði Elín að lokum

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner