Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 07. júní 2021 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úrvalslið þeirra sem missa af EM
Trent Alexander-Arnold er meiddur.
Trent Alexander-Arnold er meiddur.
Mynd: Getty Images
Franski íþróttafjölmiðillinn ákvað að setja saman besta mögulega byrjunarliðið yfir leikmenn sem missa af Evrópumótinu í sumar.

Það er óhætt að segja að það eru miklir hæfileikar í þessu byrjunarliði.

Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid, er í markinu þar sem Slóvenía komst ekki á mótið. Trent Alexander-Arnold er meiddur, eins og liðfélagi sinn Virgil van Dijk, sem er frá Hollandi. Þá komst Sergio Ramos ekki í hóp Spánar og Theo Hernandez ekki í hóp Frakklands.

Eduardo Camavinga, einn efnilegasti leikmaður í heimi, komst heldur ekki í hóp Frakklands og hann er á miðsvæðinu ásamt Sergej Milinkovic-Savic, miðjumanni Serbíu. Þjóð hans komst ekki inn á mótið.

Marco Reus er ekki í þýska hópnum og Dominik Szoboszlai, maðurinn sem braut hjörtu Íslendinga í nóvember á síðasta ári, er meiddur og spilar ekki með Ungverjalandi á mótinu.

Fremstir í liðinu er Erling Braut Haaland og Zlatan Ibrahimovic. Noregur, þjóð Haaland, komst ekki á mótið en Zlatan hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki valinn í hóp Svía.


Athugasemdir
banner
banner
banner