Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 07. júní 2023 20:46
Kári Snorrason
Kristján Guðmunds: Eigum að vinna þennan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fór í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu Breiðablik í fjörugum leik. Leikar enduðu 1-1, mark Stjörnunnar skoraði Andrea Mist en skömmu síðar setti Málfríður Erna boltann í sitt eigið net. Kristján Guðmundsson mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

„Við erum heilt yfir ánægð með leikinn okkar, hann var heilsteyptur og góður. Við höfðum góða stjórn á leiknum, sérstaklega án bolta þá spiluðum við mjög vel. Með boltann vorum við nokkurn veginn að finna þær leiðir sem við vildum fara en við vorum örlítið hikandi, hefðum mátt gera betur.
Við komumst yfir en fáum á okkur vont mark, virkilega vont mark en eigum að stela þessu undir lokin."


Ertu ósáttur með að stela ekki sigrinum undir lokin?

„Já þegar þú færð alveg dauðafæri til að klára leik þá viltu alltaf að leikmennirnir klári það. Það hefði verið gríðarlega sætt að skora undir lokin, já við eigum að vinna þennan leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner