Stjarnan fór í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu Breiðablik í fjörugum leik. Leikar enduðu 1-1, mark Stjörnunnar skoraði Andrea Mist en skömmu síðar setti Málfríður Erna boltann í sitt eigið net. Kristján Guðmundsson mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 Stjarnan
„Við erum heilt yfir ánægð með leikinn okkar, hann var heilsteyptur og góður. Við höfðum góða stjórn á leiknum, sérstaklega án bolta þá spiluðum við mjög vel. Með boltann vorum við nokkurn veginn að finna þær leiðir sem við vildum fara en við vorum örlítið hikandi, hefðum mátt gera betur.
Við komumst yfir en fáum á okkur vont mark, virkilega vont mark en eigum að stela þessu undir lokin."
Ertu ósáttur með að stela ekki sigrinum undir lokin?
„Já þegar þú færð alveg dauðafæri til að klára leik þá viltu alltaf að leikmennirnir klári það. Það hefði verið gríðarlega sætt að skora undir lokin, já við eigum að vinna þennan leik."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir