Átta liða úrslitin í Mjólkurbikar karla fara fram á næstu dögum. Þessi bikarumferð hefst á sunnudaginn og lýkur á fimmtudaginn.
Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, spáir í leikina. Hann var með alla leikina í 16-liða úrslitunum rétta, spáði rétt um sigurvegara allra átta leikjanna. Nú eru það hins vegar 8-liða úrslitin.
Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, spáir í leikina. Hann var með alla leikina í 16-liða úrslitunum rétta, spáði rétt um sigurvegara allra átta leikjanna. Nú eru það hins vegar 8-liða úrslitin.
Keflavík 1 - 2 Valur (sunnudagur 16:00)
Keflvíkingar hafa gert vel í bikarnum hingað til en nú lenda þeir á veggnum sem enginn vill lenda á, í bikarnum. Strákarnir hans Arnars Grétars virðast líða betur án stjarnanna í liðinu. Adam Ægir virðist eiga fast sæti á bekknum. Það verður engin breyting á því í þessum leik. Hann kemur hinsvegar inná og tryggir Val áfram í næstu umferð. Sé hann ekki fagna sigrinum enda ber hann mikla virðingu fyrir Keflavík.
Þór 2 - 1 Stjarnan (miðvikudagur 18:00)
Siggi Hlö leyfir Þorpinu að dreyma. Mínir menn í Stjörnunni hafa verið í basli að undanförnu. Stjarnan mætir ótrúlegt en satt með sitt sterkasta lið til leiks en það dugar ekki í þetta sinn.
KA 2 - 1 Fram (fimmtudagur 18:00)
Tvö lið frá Akureyri verða í pottinum í undanúrslitunum. Verða illa svikinn ef við fáum ekki nágrannaslag í undanúrslitunum. Bikarinn virðist ætla halda líflínu í Hadda sem þjálfara KA.
Víkingur 4 - 0 Fylkir (fimmtudagur 19:15)
Sigurganga Víkingana í bikarnum heldur áfram. Fylkismenn sjá ekki til sólar í þessum leik.
Athugasemdir