Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. júlí 2019 18:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton tapaði án Gylfa í Kenía
Andre Gomes í baráttunni í leiknum.
Andre Gomes í baráttunni í leiknum.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Kariobangi Sharks frá Kenía í æfingaleik í dag.

Everton er fyrsta enska félagið sem spilar í Kenía.

Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Everton til Kenía. Gylfi tók þátt í landsliðverkefni með Íslandi í síðasta mánuði og er hann á meðal leikmanna sem fá lengra frí en hann og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir hafa verið í brúðkaupsferð í Asíu.

Heimamenn komust yfir eftir 26 mínútur í dag. Joe Williams, sem var í láni hjá Bolton á síðustu leiktíð, jafnaði með laglegri aukaspyrnu í seinni hálfleik.

Leikurinn endaði jafn og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar varði Brian Bwire, markvörður Kariobangi Sharks, stal senunni í vítaspyrnukeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði úr síðustu spyrnunni.

Lið Everton í fyrri hálfleik: Stekelenburg, Connolly, Holgate, Gibson, Baines, Schneiderlin, Gomes, Walcott, Davies, Lookman (Broadhead 15), Niasse.

Lið Everton í seinni hálfleik: Lossl, Astley, Holgate (Feeney 72), Gibson (Markelo 88) Robinson, Baningime, Williams, Bowler, Adeniran, Broadhead, Hornby.

Hér að neðan má sjá helstu tilþrif leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner