Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 07. júlí 2020 22:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Braga: Augljóst víti - Ætlar að taka boltann á belginn en fer í höndina
Óskar talaði um lágt orkustig hjá sínum mönnum.
Óskar talaði um lágt orkustig hjá sínum mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi fyrst og fremst, við vorum greinilega þreyttir og mér fannst við svolítið vera að bíða eftir að leikurinn myni klárast - ætluðum að hanga á þessu eina marki. Svo bara datt þetta enn meira niður þegar jöfnunarmarkið kemur," sagði Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir tap gegn KF í kvöld.

Heimamenn í D/R komust yfir snemma leiks en KF svaraði með fjórum mörkum í seinni hálfleik áður en heimamenn minnkuðu muninn.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Ég veit ekki hvort það skipti máli en auðvitað spiluðum við á föstudagsleik í Reykjavík og þeir spiluðu heimaleik á fimmtudag. Mér fannst orkustígið ekki nægilega hátt en þetta er bara einn leikur, áfram gakk."

Tvö víti voru dæmd í leiknum og kallað var eftir fleiri vítum. Hvernig var upplifði Óskar dómgæsluna af hliðarlínunni?

„Mér fannst þetta ágætlega dæmdur leikur. Það er crucial atriði í stöðunni 1-2 - Mér fannst það vera augljóst víti, allavega frá okkur séð, þegar hann [Emanuel Nikpalj] ætlar að taka boltann á belginn en fær hann í hendina. Línuvörðurinn hefði mögulega getað séð það betur en dómarinn en svona er þetta stundum. Hann ætlar að taka hann á kassann inn í teig en missir hann í hendina, mér fannst þetta bara augljóst víti."

Óskar var að lokum spurður út í leikmannahópinn, framhaldið og seinni leikinn við KF á tímabilinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner