29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 07. júlí 2020 22:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Braga: Augljóst víti - Ætlar að taka boltann á belginn en fer í höndina
Óskar talaði um lágt orkustig hjá sínum mönnum.
Óskar talaði um lágt orkustig hjá sínum mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi fyrst og fremst, við vorum greinilega þreyttir og mér fannst við svolítið vera að bíða eftir að leikurinn myni klárast - ætluðum að hanga á þessu eina marki. Svo bara datt þetta enn meira niður þegar jöfnunarmarkið kemur," sagði Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir tap gegn KF í kvöld.

Heimamenn í D/R komust yfir snemma leiks en KF svaraði með fjórum mörkum í seinni hálfleik áður en heimamenn minnkuðu muninn.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Ég veit ekki hvort það skipti máli en auðvitað spiluðum við á föstudagsleik í Reykjavík og þeir spiluðu heimaleik á fimmtudag. Mér fannst orkustígið ekki nægilega hátt en þetta er bara einn leikur, áfram gakk."

Tvö víti voru dæmd í leiknum og kallað var eftir fleiri vítum. Hvernig var upplifði Óskar dómgæsluna af hliðarlínunni?

„Mér fannst þetta ágætlega dæmdur leikur. Það er crucial atriði í stöðunni 1-2 - Mér fannst það vera augljóst víti, allavega frá okkur séð, þegar hann [Emanuel Nikpalj] ætlar að taka boltann á belginn en fær hann í hendina. Línuvörðurinn hefði mögulega getað séð það betur en dómarinn en svona er þetta stundum. Hann ætlar að taka hann á kassann inn í teig en missir hann í hendina, mér fannst þetta bara augljóst víti."

Óskar var að lokum spurður út í leikmannahópinn, framhaldið og seinni leikinn við KF á tímabilinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir