Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunar, heldur titilvonum sínum í hófi þrátt fyrir að liðið sé með gott forskot á toppi deildarinnar.
Garðbæingar lögðu í kvöld Fylki á útivelli, 3-1, þar liðið þurfti heldur betur að hafa fyrir stigunum þremur.
Garðbæingar lögðu í kvöld Fylki á útivelli, 3-1, þar liðið þurfti heldur betur að hafa fyrir stigunum þremur.
,,Þetta var hörkuleikur, vel skipulagt Fylkislið og barðist vel. Það hleypti sennilega enn meira lífi að þær fá mark þarna á 1. mínútu. Þetta var bara erfiður og hörkuleikur eins og menn vita á móti Fylki" sagði Ólafur.
,,Þetta gerðist líka í fyrri umferðinni. Þá var reyndar 0-0 í hálfleik en þá skoruðum við þrjú líka í seinni hálfleik. Við verðum bara að spila á okkar styrklega og halda ró okkar. Við fáum alltaf færi og mörkin detta inn."
Stjarnan hefur 11 stiga forystu á toppi deildarinnar þegar sex leikir eru eftir. Ólafur segist þó ekki vera farinn að hugsa um titilinn.
,,Nei það er langt í það. Við sjáum bara eins og í dag að við höfum ekkert efni á að að vera fagna núna. Við þurfum að klára þetta þar til það er ekki hægt að reikna lengur út að við getum tapað þessu."
,,Það er langur vegur í það. En að sjálfsögðu kvörtum við ekki, við erum mjög ánægðir með stöðuna. Við sjáum það samt að þó að við séum í 1. sætinu með góða foystu, þá lentum við í erfiðleikum framan af í dag. Við verðum að halda okkur vakandi í þessu, eins og góður hestur."
Athugasemdir






















