Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fös 07. ágúst 2020 18:00
Aksentije Milisic
Bale sannfærður um að hann myndi ekki spila eina mínútu gegn City
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, kaus að ferðast ekki með liðinu til Manchester fyrir leikinn gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Zinedine Zidane, þjálfari liðsins, greindi frá því í gær að Bale vildi ekki spila gegn City en nú hefur það komið fram að ástæðan sé sú að Bale hafi verið fullviss um að hann fengi ekkert að spila í leiknum.

Samræður á milli Zidane og Bale og sú staðreynd að Bale hafi ekki spilað eina einustu mínútu í síðustu sjö leikjum Real Madrid í deildinni, gerði honum ljóst fyrir að hann fengi ekkert að spila.

Bale sást spila golf fyrr í dag og voru spænskir fjölmiðlar fljótir að ná mynd af honum og fjalla um það að hann væri í golfi örfáum klukkustundum fyrir leikinn mikilvæga.

Manchester City og Real Madrid mætast í kvöld klukkan 19 en City vann fyrri leik liðanna 2-1 á Spáni. Sergio Ramos er í leikbanni hjá spænsku meisturunum.
Athugasemdir
banner