Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. ágúst 2022 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter: Áttum mögulega að fá víti en kvörtum ekki
Mynd: EPA

Brighton vann sterkan sigur á Manchester United á Old Trafford í fyrsta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.


Brighton var 2-0 yfir í hálfleik en Alexis MacAllister varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og minnka muninn fyrir United.

Áður en það mark kom vildi Brighton fá vítaspyrnu þegar Lisandro Martinez hrinti Danny Welbeck inn í teignum.

„Strákarnir [Leikmenn Brighton] sögðu að þetta hefði mögulega átt að vera víti. Það fellur ekki allt með manni, það féllu nokkrir hlutir með okkur svo við kvörtum ekki undan þessu," sagði Graham Potter stjóri Brighton eftir leikinn.

Atvikið má sjá með því að smella hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner