Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 07. ágúst 2024 19:30
Sölvi Haraldsson
Alfie Gilchrist í Sheffield United á láni (Staðfest)
Alfie Gilchrist mun spila með Sheffield á næstu leiktíð.
Alfie Gilchrist mun spila með Sheffield á næstu leiktíð.
Mynd: Getty Images

Alfie Gilchrist er búinn að ganga í raðir Sheffield United á láni. Gilchrist kemur frá úrvalsdeildarliðinu Chelsea hann er uppalinn þar.


Gilchrist hefur spilað 17 leiki fyrir Chelsea í öllum keppnum og skorað í þeim eitt mark. Það mark kom í ensku úrvalsdeildinni í fyrra gegn Everton í 6-0 sigri þar sem hann kom inn á á 88. mínútu leiksins.

Gilchrist hefur alla tíð verið stuðningsmaður Chelsea og spilað fyrir unglingalið Chelsea. Afi hans var ársmiðahafi hjá félaginu og tók Alfie Gilchrist oft með sér á leiki.

Stuðningsmenn Chelsea hafa verið mjög heitir fyrir þessum tvítuga varnarmanni. Hann spilar aðallega í hafsent en hefur verið að spila í hægri bakverði hjá Chelsea, hann þykir mikið efni. Í Sheffield United á hann að fá spiltíma og þróa sinn leik áfram í Championship deildinni.


Athugasemdir
banner
banner