Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 07. október 2018 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír landsliðsmenn mættu snemma til Frakklands
Icelandair
Gylfi hefur gaman af því að fara í golf.
Gylfi hefur gaman af því að fara í golf.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason eru allir þrír í landsliðshópi Íslands sem spilar við Frakkland og Sviss í komandi viku.

Leikurinn við Frakkland er vináttulandsleikur en leikurinn við Sviss er í Þjóðadeildinni.

Leikurinn gegn ríkjandi Heimsmeisturum Frakklands er í Guingamp 11. október en Gylfi, Jói Berg og Kári ákváðu að taka smá forskot á sæluna með því að kíkja til Frakklands í dag og spila golf.

Þeir spiluðu golf á Le Golf National vellinum í Guyancourt í Frakklandi en þar fór Ryder mótið nýlega fram.

Ryder mótið er stórt mót í golfheiminum en það fer fram á tveggja ára fresti. Bandaríkjamenn keppa á móti Evrópubúum en það var lið Evrópu sem fór með sigur af hólmi í ár.

Gylfi, Jóhann Berg og Kári fengu að spreyta sig á vellinum og höfðu þeir gaman af ef marka má myndir sem þeir settu inn á samfélagsmiðla.

Gylfi og Jóhann Berg áttu góða leiki í ensku úrvalsdeildinni um helgina og Kári spilaði með Genclerbirligi í tyrknesku B-deildinni, í 1-0 sigri gegn Altay á föstudag.

Hér að neðan má sjá myndir sem þeir settu inn á samfélagsmiðla.

View this post on Instagram

Pleasure playing the 2018 Ryder Cup course today 👌

A post shared by Johann Berg Gudmundsson (@johannberggudmundsson) on


View this post on Instagram

What a place! #teameurope🇪🇺

A post shared by Kari Arnason (@kariarnason) on


Athugasemdir
banner