Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 07. nóvember 2018 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fáránlegur vítaspyrnudómur - Sterling sparkaði í jörðina
Mynd: Getty Images
Manchester City er 2-0 yfir gegn Shakhtar Donetsk og það er farið að styttast í leikhlé.

David Silva skoraði fyrsta mark leiksins en seinna markið kom úr vítaspyrnu sem Gabriel Jesus skoraði úr.

Þessi vítaspyrnudómur er hlægilegur, algjört bull!

Raheem Sterling féll í teignum en það var enginn sem felldi hann. Sterling féll eftir að hann sjálfur sparkaði í jörðina. Hreint út sagt ótrúlegt að dómarinn hafi dæmt víti og það sem gerir þetta enn fáránlegra er að það eru fimm dómarar á vellinum, í rauninni sex. Einn aðaldómari, tveir línuverðir, tveir sprotadómarar og hliðarlínu dómari (fjórði dómarinn).

Smelltu hér til að sjá vítaspyrnudóminn.

Robbie Fowler, fyrrum leikmaður Liverpool, birti myndband á Twitter þar sem hann hló að atvikinu. Það er eiginlega ekki annað hægt.















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner