Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 07. nóvember 2019 09:17
Magnús Már Einarsson
Mane: Mun pottþétt dýfa mér aftur
Mynd: Getty Images
Sadio Mane ætlar ekki að breyta leikstíl sínum þrátt fyrir gagnrýni frá Pep Guardiola, stjóra Manchester City. Guardiola sagði um síðustu helgi að Mane dýfi sér stundum en leikmaðurinn fékk gula spjaldið gegn Aston Villa á laugardaginn fyrir leikaraskap.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kom Mane til varnar eftir ummæli Guardiola og Guardiola hefur sjálfur sagt að ummæli sín hafi verið hluti af lengri ræðu þar sem hann hrósaði Mane.

„Ef þetta gæti orðið vítaspyrna þá mun ég pottþétt 'dýfa' mér aftur. Ef að 'dýfan' gefur mér vítaspyrnu þá geri ég það! Af hverju ekki!" sagði Mane í kaldhæðni þegar hann var spurður út í ummæli Guardiola en Liverpool og Manchester City mætast í toppslag á sunnudaginn.

„Það sem Jurgen (Klopp) sagði er rétt. Ég dýfi mér ekki. Það var snerting (gegn Villa). Kannski var þetta ekki vítaspyrna og hann dæmdi ekki. Hann gaf mér gult spjald og fyrir mér er það ekki vandamál."

„Þetta er það sem ég vil halda áfram að gera. Ef ég fæ vítaspyrnu þá er það vítaspyrna. Ef það er ekki vítaspyrna, þá er það ekki vítaspyrna en það mun ekki breyta því hvernig ég spila og geri hlutina."

„Það eina sem ég get sagt er að ég verð tilbúinn fyrir liðið, tilbúinn að gefa allt sem ég á og hjálpa liðinu."

„Ég tel að það sé svolítið klókt hjá honum (Guardiola) að vekja athygli hjá dómaranum en ég mun spila fótbolta eins og ég geri alltaf."

Athugasemdir
banner
banner
banner