Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 07. desember 2018 17:43
Ívan Guðjón Baldursson
Sadio Mane í leikmannahópi Liverpool
Senegalski kantmaðurinn Sadio Mane er í leikmannahópi Liverpool sem heimsækir Bournemouth í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Liðin mætast í hádeginu á morgun og var búist við að Mane yrði ekki með vegna meiðsla.

Jürgen Klopp sagði að Mane yrði líklega ekki með á fréttamannafundi í morgun og því kemur á óvart að hann sé í hópnum.

Mane er búinn að skora sex mörk í þrettán úrvalsdeildarleikjum. Liverpool er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Englandsmeisturum Manchester City.
Athugasemdir