Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   lau 07. desember 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Mér líkar ekki dapurt fólk
Tottenham vann fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Jose Mourinho en tapaði fyrir Manchester United í vikunni.

Mourinho virðist eitthvað ósáttur með viðbrögð leikmanna sinna og sendi þeim skilaboð á fréttamannafundi. Hann vill ekki að menn séu daprir og niðurlútir eftir tap, heldur grimmir og tilbúnir til að gefa allt í næsta leik.

„Það sem ég vil að liðið mitt skilji er að mér líkar ekki við dapurt fólk eftir tapleiki. Ég vil vera umkringdur fólki sem er ólmt í að spila annan leik næsta morgun, en er ekki bara dapurt," sagði Mourinho.

„Ég held að þessir leikmenn þurfi að fá þessi skilaboð. Við megum ekki samþykkja tap en við megum heldur ekki vera daprir. Áfram gakk, annar dagur, annar leikur.

„Þú getur verið dapur þegar einhver deyr, það er engin lausn við því. Manneskjan er látin. Ef þú tapar í fótbolta þá er annar leikur á morgun. Þú getur ekki gert þetta með fólk en þú getur gert þetta með fótboltaleiki.

„Haltu áfram og lærðu af mistökunum. Ég er með frábæra leikmenn í hópnum og ég er hér til að hjálpa þeim. Þeir eru með hæfileikana og það er erfiðasti parturinn, ég reyni að hjálpa þeim með allt annað."


Tottenham tekur á móti Burnley klukkan í dag klukkan 15:00.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner