Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 07. desember 2021 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hakimi sagður spenntur fyrir endurkomu til Madrídar
Hakimi í leik með PSG.
Hakimi í leik með PSG.
Mynd: EPA
Hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi er sagður spenntur fyrir því að snúa aftur til Real Madrid.

Hakimi gekk í raðir PSG síðasta sumar og hefur verið byrjunarliðsmaður á tímabilinu. Hann er búinn að byrja 20 leik í öllum keppnum.

Hann er bara búinn að vera í hálft tímabil í París, en er þrátt fyrir það sagður spenntur fyrir endurkomu til Madrídar næsta sumar. Þetta segir El Nacional.

Þessi 23 ára gamli bakvörður ólst upp hjá Real Madrid og var hjá félaginu þangað til sumarið 2020. Hann fékk ekki mikið að spila og ákvað að söðla um til Inter. Hann fór svo til PSG fyrir 60 milljónir evra síðasta sumar. Sú upphæð gæti hækkað í 70 milljónir evra.

Hakimi er samningsbundinn PSG til 2026 og verður það því mjög erfitt fyrir Real Madrid að kaupa hann næsta sumar, hafi þeir áhuga á því að gera það.
Athugasemdir
banner
banner