Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. desember 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Situr ennþá í mér tapið í Eistlandi á móti Flóru"
Alex Freyr
Alex Freyr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Kórdrengjum
Í leik með Kórdrengjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson samdi á dögunum við ÍBV eftir þrjú ár í Vesturbænum hjá KR. Í sumar lék hann seinni hluta tímabilsins á láni hjá Kórdrengjum og hann var hjá Víkingi áður en hann samdi við KR.

Alex var til viðtals í gær og kom hann inn á þessi þrjú félög í viðtalinu.

No brainer að fara í Kórdrengi
„Það var mjög gaman í Kórdrengjum. Fyrir sjálfan mig þurfti ég að fá leiki í lappirnar og Kórdrengir á þeim tíma sem ég fór þangað voru að keppa um eitthvað. Það var „no brainer"," sagði Alex.

Tapið í Eistlandi á móti Flóru situr enn í Alex
Hann spilaði ekki mikið á tíma sínum í KR. „Ég meiðist snemma, en 2019 var samt frábært ár fyrir okkur. Það var mjög skemmtilegt tímabil. Restin af tímanum voru vonbrigði í rauninni, bæði fyrir mig og að mínu mati fyrir klúbbinn. Við náðum ekki einhverjum frábærum árangri hér heima og það situr ennþá í mér tapið í Eistlandi á móti Flóru [Flora Tallinn], sem er með fullri virðingu ekkert sérstaklega sterkt lið þó svo að það sé komið langt í Evrópukeppninni núna, þá er það staður sem við ættum frekar að vera á en þeir. En það er eins og það er."

KR tapaði 2-1 gegn Flora í Eistlandi í september í fyrra. Þá var einungis einn leikur spilaður í forkeppnum Evrópukeppnanna vegna heimsfaraldursins.

Miklar mætur á Arnari
Hvernig var að sjá Víkinga lyfta titlum núna í haust?

„Það var frábært, gaman fyrir þá og ótrúlega gaman fyrir Arnar [Gunnlaugsson]. Ég hef miklar mætur á honum og frábært að hann nái þessu í gegn með sinni hugmyndafræði," sagði Alex.
Alex Freyr: Hefur blundað í mér að flytja út á land
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner