Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 21:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Frábær sigur Bayern - Juve tapaði á Emirates
Klettur!
Klettur!
Mynd: Getty Images

Íslendingaliðin Juventus og Bayern Munchen áttu mikilvæga leiki í riðlakeppni meistaradeildarinnar í kvöld.


Juventus gat með sigri á Arsenal farið upp fyrir enska liðið á topp riðilsins. Sara Björk Gunnarsdóttir hóf leikinn á bekknum.

Arsenal komst yfir snemma leiks en það var markamaskínan Vivianne Miedema sem skoraði markið. Arsenal var sterkari aðilinn í leiknum og Juventus náði lítið að ógna.

Sara BJörk kom inn á sem varamaður þegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Fleiri mörk urðu ekki skoruð og því 1-0 sigur Arsenal staðreynd.

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Bayern sem fékk Barcelona í heimsókn. Leikur liðanna á Spáni í síðustu umferð fór 3-0 fyrir Barcelona.

Það var útlit fyrir að Bayern væri að fara núlla þau úrslit út í upphafi leiks en liðið var komið með tveggja marka forystu eftir 10 mínútna leik. Liðið beið hins vegar lengi eftir þriðja markinu sem kom eftir klukkutíma leik.

Barcelona minnkaði muninn aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Liðin eru jöfn að stigum en Barcelona á toppnum vegna innbyrðis viðureignanna.

Arsenal W 1 - 0 Juventus W
1-0 VIvianne Miedema ('16 )

Bayern W 3 - 1 Barcelona W
1-0 Klara Buhl ('4 )
2-0 Lina Magull('10 )
3-0 Lea Schuller ('60 )
3-1 Geyse ('65 )


Athugasemdir
banner
banner
banner