Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 19:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius: Erum með mörg fögn í vopnabúrinu
Mynd: Getty Images

Brasilíska landsliðið hefur verið gagnrýnt m.a. af Roy Kean fyrir að fagna mörkunum of mikið í 4-1 sigri liðsins gegn Suður Kóreu í 16-liða úrslitunum á HM.


Brasilíumenn tóku nokkur dansspor í hvert skipti sem liðið skoraði en það virtist fara í taugarnar á mörgum og talin vanvirðing í garð Suður Kóreu.

Vinicius Junior sat fyrir svörum á fréttamannafundi en hann segist ekki ætla hætta að dansa.

„Auðvitað elska sumir að tuða þegar þeir sjá aðra glaða, Brasilíumenn eru glaðlyndir svo það mun alltaf fara í taugarnar á öðrum. Það er alltaf mikilvægast í fótbolta að skora mörk. Enn mikilvægara á HM, það gleður ekki einungis leikmenn heldur alla þjóðina," sagði Vinicius.

„Við erum með mörg fögn í vopnabúrinu svo við þurfum að spila enn betur, vinna leiki og njóta. Verðum að vera rólegir og einbeittir þvi það eru fleiri með okkur en á móti okkur."

VInicius varð fyrir miklu aðkasti fyrr á þessu tímabili fyrir að fagna mörkum sínum með dansi hjá Real Madrid og margir voru með kynþáttaníð í garð Vinicius.

Tite þjálfari brasilíska liðsins var einnig gagnrýndur fyrir að taka þátt í dansinum.

„Ég reyni að aðlagast persónueinkennum leikmannana. Þeir eru mjög ungir og ég reyni að aðlagast þeirra tungumáli og partur af þeirra tungumáli er að dansa. Það var engin önnur meining með þessu nema ánægja með að skora. Engin vanvirðing gangvart mótherjunum eða Paulo Bento þjálfara Suður Kóreu, ég ber mikla virðingu fyrir honum," sagði Tite.


Athugasemdir
banner
banner
banner