Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 07. desember 2024 14:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska: Fjórar breytingar hjá City - Watkins bekkjaður
Mynd: EPA

Það hefur verið mikil óvissa með leiki dagsins í úrvalsdeildinni vegna veðurs á Englandi og var grannaslagnum í Liverpool frestað í dag en þrír leikir fara fram klukkan 15, byrjunarliðin eru komin inn.

Það er ein breyting á liði Crystal Palace sem vann Ipswich. Jefferson Lerma kemur inn fyrir Cheick Doucoure.


Það eru fjórar breytingar á liði Man City sem lagði Nottingham Forest af velli í síðustu umferð. Nathan Ake og Manuel Akanji eru meiddir, Kyle Walker fyrirliði og Rico Lewis koma inn í vörnina. Þá koma Matheus Nunes og Savinho inn fyrir Jeremy Doku og Jack Grealish sem setjast á bekkinn. Ortega er áfram í markinu á kostnað Ederson.

Aston Villa heimsækir Southampton en Ollie Watkins sest á bekkinn og Jhon Duran kemur inn í hans stað. Southampton endurheimtir Taylor Harwood-Bellis, Flynn Downes og Tyler Dibling úr banni.

Harvey Barnes kemur inn í lið Newcastle en Anthony Gordon er á bekknum. Þá er Igor Thiago í byrjunarliði Brentford en þetta er aðeins annar leikurinn hans.


Man City: Ortega Moreno, Walker (C), Dias, Gvardiol, Lewis, Gundogan, Bernardo, De Bruyne, Savinho, Nunes, Haaland

Crystal Palace: Henderson, Chalobah, Guehi, Lacroix, Munoz, Hughes, Lerma, Sarr, Eze, Mateta.


Newcastle: Pope, Livramento, Schar, Burn, Hall, Bruno Guimaraes, Longstaff, Joelinton, Muprhy, Isak, Barnes.

Brentford: Flekken, Van den Berg, Collins, Pinnock, Lewis-Potter, Norgaard, Yarmoliuk, Carvalho, Mbeumo, Wissa, Thiago.


Southampton: Lumley; Walker-Peters, Bree, Harwood-Bellis, Wood, Manning; Downes, Fernandes, Dibling; Armstrong, Archer.

Aston Villa: Martinez; Konsa, Carlos, Torres, Maatsen; Bailey, Kamara, Tielemans, McGinn; Rogers; Duran.


Athugasemdir
banner
banner
banner