Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. janúar 2021 22:27
Aksentije Milisic
Klopp: Ryðgaðir en betri í síðari hálfleik
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum gegn unglingaliði Aston Villa í kvöld.

Liverpool komst yfir snemma leiks en drengirnir í Villa jöfnuðu seint í fyrri hálfleiknum og var staðan jöfn þegar flautað var til leikhlés.

Liverpool skoraði þrjú mörk á stuttum tíma í síðari hálfleik og gerði þannig út um leikinn gegn baráttuglöðum heimamönnum.

„Strákarnir hjá Villa stóðu sig mjög vel. Við vorum í vandræðum. Við þurftum tíma og í lokinn þá varð þetta öruggt," sagði Klopp.

„Vandræði með sendingar og hreyfingar. Of margir vitlausu megin við boltann og áttum séns á að skjóta meira á markmanninn sem við gerðum svo í síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn var betri."

Nú eru heilir níu dagar þangað til Liverpool spilar næsta leik sem er toppbaráttu slagur gegn Manchester United í deildinni.

„Við erum með nokkra leikmenn sem eru ekki í neinum takti. Við munum æfa mikið ellefu gegn ellefu á næstu dögum."
Athugasemdir
banner
banner
banner