Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. janúar 2022 20:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Dani Alves rifjaði upp gamla takta en það dugði ekki til
Mynd: EPA
Granada CF 1 - 1 Barcelona
0-1 Luuk de Jong ('57 )
1-1 Antonio Puertas ('89 )
Rautt spjald: Gavi, Barcelona ('80)

Granada fékk Barcelona í heimsókn í spænsku deildinni í kvöld.

Það virtist byrja vel fyrir gestina en hinn 17 ára gamli Gavi sendi boltann fyrir á Luuk De Jong sem kom boltanum yfir línuna eftir 8 mínútna leik. Gavi var hinsvegar rangstæður í uppbyggingunni og markið því ógilt.

De Jong kom boltanum aftur í netið eftir tæplega klukkutíma leik. Hann skallaði þá fyrirgjöf frá Dani Alves í netið en Alves var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í deildinni eftir endurkomuna fyrir áramót.

Gavi fékk að líta sitt annað gula spjald á 80. mínútu og þar með rautt.

Einum færri virtust Barcelona ætla að sigla þessum sigri heim en á síðustu mínútu leiksins fékk Granada hornspyrnu. Varnarmönnum Barcelona mistókst að koma boltanum frá og hann féll fyrir fætur Antonio Puertas sem negldi boltanum upp í þaknetið.

Tvö töpuð stig fyrir Barcelona sem er þó taplaust í síðustu fimm leikjum en Granada hefur ekki tapað í síðustu sjö leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner