Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: Grótta jafnaði í uppbótartíma í Fífunni
Sigrún Ösp skoraði bæði mörk Gróttu.
Sigrún Ösp skoraði bæði mörk Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Augnablik 2 - 2 Grótta
1-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('26)
1-1 Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir ('44)
2-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('60)
2-2 Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir ('90)

Augnablik tók á móti Gróttu í B-deild Faxaflóamóts kvenna í Fífunni seint í gærkvöldi.

Leiknum var lokið rétt fyrir 23:00 sem verður að teljast athyglisvert þar sem fimm leikmenn í byrjunarliði Augnabliks voru á grunnskólaaldri og þrír í liði Gróttu!

Leikurinn var jafn til að byrja með og fengu bæði lið færi til að skora. Hin bráðefnilega Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Augnablik yfir með laglegu marki um miðjan fyrri hálfleik, en Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir jafnaði metin fyrir Gróttu með skalla eftir hornspyrnu rétt fyrir leikhlé.

Augnablik var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og bætti Vigdís öðru marki við á 60. mínútu.

Gróttukonur sóttu stíft í lokin og uppskáru jöfnunarmark á 92. mínútu leiksins. Aftur stangaði varnarmaðurinn Sigrún Ösp boltann í netið eftir hornspyrnu og lokatölur 2-2.

Bæði lið voru að leika sinn í mótinu. Grótta endar mótið með tíu stig og Augnablik sjö.

Grótta er sem stendur á toppnum, en ÍA er í öðru sæti með einu stigi minna og á tvo leiki til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner