Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 08. febrúar 2020 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Ronaldo skoraði 10. leikinn í röð í óvæntu tapi
Cristiano Ronaldo er með 23 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð
Cristiano Ronaldo er með 23 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði 10. leikinn í röð er Juventus tapaði óvænt fyrir Hellas Verona, 2-1, í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Ronaldo, sem varð 35 ára á dögunum, hefur verið heitur síðustu vikur en hann er búinn að skora í tíu leikjum í röð í ítölsku deildinni en úrslitin hjá Juventus voru þó ekki eftir því.

Ronaldo kom Juventus yfir á 65. mínútu en rúmum tíu mínútum síðar jafnaði Fabio Borini metin fyrir Verona. Undir lok leiksins fékk Verona þá víti sem Giampaolo Pazzini skoraði örugglega úr og lokatölur 2-1 fyrir Verona sem er í 6. sæti eftir úrslit dagsins á meðan Juventus er á toppnum með þriggja stiga forystu á Inter.

Sampdoria vann þá Torino 3-1. Úrúgvæski sóknartengiliðurinn Gaston Ramirez skoraði tvö mörk og þá gerði Fabio Quagliarella eitt mark fyrir Sampdoria. Armando Izzo, lykilmaður Torino í varnarlínunni, var þá rekinn af velli tólf mínútum fyrir leikslok.

Úrslit og markaskorarar:

Verona 2 - 1 Juventus
0-1 Cristiano Ronaldo ('65 )
1-1 Fabio Borini ('76 )
2-1 Giampaolo Pazzini ('86 , víti)

Torino 1 - 3 Sampdoria
1-0 Simone Verdi ('55 )
1-1 Gaston Ramirez ('70 )
1-2 Gaston Ramirez ('75 )
1-3 Fabio Quagliarella ('79 , víti)
Rautt spjald: Armando Izzo, Torino ('78)
Athugasemdir
banner
banner
banner