Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. febrúar 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur Haaland hafa gert rétt með að hafna Man Utd og Juventus
Haaland hefur byrjað ansi vel með Borussia Dortmund.
Haaland hefur byrjað ansi vel með Borussia Dortmund.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Jan Aage Fjortoft telur að landi sinn Erling Braut Haaland muni einn daginn spila í ensku úrvalsdeildinni.

Hann telur að hinn 19 ára gamli Haaland sé á réttum stað núna, hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi. Haaland yfirgaf Salzburg í síðasta mánuði og fór til Dortmund, en hann hafnaði félögum á borð við Manchester United og Juventus.

Haaland hefur nú þegar skorað átta mörk í fjórum leikjum fyrir Dortmund.

„Alfie Haaland (faðir hans) hefur ávallt talað um að við eigum að hugsa um muninn á að félag vilji leikmann og að félag þurfi leikmann," sagði Fjortoft, sem lék 71 landsleik fyrir Noreg á leikmannaferli sínum, við BBC Radio 5 Live.

„Það sem ég kann vel við teymi Haaland er að það er alltaf hugsað um þróun leikmannsins fyrst. Hann er hjá félaginu sem hann á að vera hjá, félagi sem hann getur þróað leik sinn."

„Held ég að hann spili á Englandi einn daginn? Auðvitað. Hann fæddist á Englandi, en núna er Dortmund besti staðurinn fyrir hann."

Dortmund er þekkt fyrir að gefa ungu leikmönnum tækifæri og þróa unga leikmenn. Samt sem áður er félagið eitt það stærsta í Evrópu að mati Fjortoft.

„Það er ekki eins og Dortmund sé þróunarfélag. Það mæta 81 þúsund manns á alla heimaleiki hjá þeim, þeir eru í Meistaradeildinni og félagið er vant þróa leikmenn þannig að þeir verða frábæra leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner