Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. febrúar 2023 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leiknir á alltaf stað í hjarta mínu"
Í leik með leikni síðasta sumar.
Í leik með leikni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Spilar með FH í sumar.
Spilar með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson samdi í síðasta mánuði við FH eftir fjögur tímabil hjá Leikni í Breiðholti. Gyrðir er uppalinn hjá KR og er því aftur mættur í hvítt og svart.

Varnarmaðurinn var til viðtals eftir skiptin og var spurður út í árin hjá Leikni.

„Virkilega góð ár. Ég kem nítján ára og er virkilega ánægður með að hafa farið til Leiknis. Þeir gerðu mig að mjög góðum leikmanni, og ekki bara leikmanni, heldur persónu líka. Ég átti tvö mjög góð tímabil í Lengjudeildinni og frábært tímabil í efstu deild 2021. Í fyrra var svo ekki alveg nógu gott tímabil."

Leiknir féll niður í Lengjudeildina síðasta haust. Hvað fannst Gyrði vanta upp á svo Leiknir myndi halda sætinu í Bestu deildinni?

„Við vorum lélegir andlega, vorum þreyttir andlega fannst mér. Við hefðum líka þurft að skora fleiri mörk, það var vandamálið okkar síðasta sumar."

Ertu orðinn harður Leiknismaður eftir þessi fjögur ár? „Að sjálfsögðu, Leiknir á alltaf stað í hjarta mínu. Ég er virkilega harður Leiknismaður og mun klárlega fara á marga leiki með Leikni í sumar."

Gyrðir var spurður út í Sigga Höskulds sem var þjálfari hans hjá Leikni. „Siggi er mjög góður þjálfari, spennandi þjálfari og hann hjálpaði mér mikið. Hann er núna kominn til Vals og vonandi gengur það mjög vel hjá honum. Ég held að hann eigi eftir að vera flottur þar."

Gyrðir er þriðji leikmaðurinn sem FH færi til sín frá Leikni á síðustu árum. Fyrir voru þeir Máni Austmann Hilmarsson og Vuk Oskar Dimitrijevic.

„Þetta er virkilega gaman, ég þekki Mána og Vuk mjög vel. Þeir eru báðir frábærir leikmenn og frábært hjá Leikni að skila af sér leikmönnum, Leiknir er að taka unga leikmenn og gera þá betri," sagði Gyrðir.

Viðtalið við Gyrði má sjá hér að neðan.
„Hef trú á því að ég geti orðið betri leikmaður undir þeirra stjórn"
Athugasemdir
banner
banner
banner