Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
   mán 08. mars 2021 16:13
Magnús Már Einarsson
Enski boltinn - Utanríkisráðherra ræðir vandræði Liverpool
Guðlaugur Þór og Ágúst Reynir ræddu enska boltann og vandræði Liverpool í dag.
Guðlaugur Þór og Ágúst Reynir ræddu enska boltann og vandræði Liverpool í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United vann grannaslaginn gegn Manchester City á meðan Liverpool tapaði sjötta heimaleik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og stuðningsmaður Liverpool, og Ágúst Reynir Þorsteinsson, eigandi Bombay Bazaar og stuðningsmaður Chelsea, eru gestir vikunnar í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" að þessu sinni.

Meðal efnis: Man Utd stöðvaði sigurgöngu City, Solskjær gerir gott mót, lygasaga Liverpool, karakterslaust lið, þunnur hópur, Klopp á erfitt í brekkum, passa að Man City verði ekki Bayern, fjárfestingar hjá Liverpool í sumar, Lampard fór of snemma ofan í laugina, áhorfendaleysið truflar, Tuchel gerir Chelsea þýskara, mörk hafsenta mikilvæg, stjóraskipti Chelsea, gott að eldast, Henderson ógnar De Gea, Tottenham skorar gegn óþekktum liðum, Bale á flugi, ótrúlegur David Luiz, hörð fallbarátta og margt fleira.

Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.

Hlustaðu í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.
Athugasemdir