Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. maí 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ægir fær þrjá á láni frá Selfossi (Staðfest)
Ægismenn hafa styrkt sig fyrir tímabilið
Ægismenn hafa styrkt sig fyrir tímabilið
Mynd: Ægir
Ægir í 3. deildinni heldur áfram að styrkja sig fyrir tímabilið en Elfar Ísak Halldórsson, Anton Breki Viktorsson og Sigurður Óli Guðjónsson eru mættir á láni frá Selfossi.

Elfar Ísak er 19 ára gamall miðvörður sem þekkir vel til hjá Ægi en hann hefur spilað síðustu þrjú tímabil með liðinu og mun nú mæta aftur til leiks á láni.

Anton Breki er 21 árs gamall miðjumaður en hann er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Ægi. Hann hefur verið lánaður frá Selfyssingum síðustu ár og kann greinilega vel við hjá Ægismönnum.

Sigurður Óli er 19 ára gamall og getur leyst margar stöður á vellinum en hann er einnig að fara inn í þriðja tímabilið sitt með Ægi.

Fyrsti leikur Ægis er gegn Elliða í dag en leikurinn fer fram á Würth-vellinum í Árbæ og hefst klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner