Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 08. maí 2021 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn: Áttum alla möguleika á að vera búnir að gera út um leikinn fyrr
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn heimsóttu HK í Kórinn þegar 2.umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld.
Fylkir voru fyrir leikinn í kvöld stigalausir og komust í 2-0 forystu áður en HK jafnaði leikinn í uppbótartíma og þar við sat.

Svekktur, áttum alla möguleika á að vera búnir að gera út um leikinn fyrr og vera með stærri forystu en 2-0 og auðvitað vill maður líka í stöðunni 2-0 að það á að vera nóg til þess að vinna leikinn.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Svona fyrir fram hefði maður kannski tekið eitt stig hérna á útivelli á móti góðu HK liði en úr því sem komið var þá var þetta svekkjandi.

Fylkismenn sóttu sitt fyrsta stig í Pepsi Max deildinni þetta árið svo það er eitthvað jákvætt fyrir þá að taka úr þessum leik.
Það er satt, það er jákvætt en með 2-0 þá viljum við auðvitað og vorum allir sammála um það að það sé leikur sem við viljum allan daginn klára og áttum að gera það í rauninni fannst mér.

Fylkir skoraði tvö keimlík mörk gegn HK og sagði Atli Sveinn að þetta væri eitthvað sem þeir hefðu verið búnir að skoða í leik HK.
Já við vorum aðeins búnir að vinna með þetta og það gaf okkur þessi tvö mörk og það gaf okkur fleirri færi líka en að sama skapi hefði ég viljað verjast aðeins betur líka, þeir settu langa bolta upp í hornin síðustu 20-25 mínúturnar þannig við hefðum viljað loka betur á það en gerðum það ekki nógu vel.

Djair Parfitt-Williams var búin að skora 2 mörk en var tekinn af velli eftir rúman klukkutíma leik og fékk því ekki færi á að klára þrennuna.
Hann er bara búin að æfa í 4 vikur, þetta er fjórða vikan sem hann æfir, hann er búin að vera í meiðslum í allan vetur þannig þetta er bara fyrirbyggjandi og við viljum bara ekki missa hann í meiðsli.

Nánar er rætt við Atla Svein í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir