Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 08. maí 2021 19:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterling: Hélt að VAR væri til þess að hjálpa í svona atvikum
Mynd: EPA
„Dómarinn sagði að þetta hefði verið skoðað," sagði Raheem Sterling í viðtali eftir leik.

Sterling vildi fá vítaspyrnu þegar Kurt Zouma truflaði hann inn á vítateig Chelsea undir lok leiks Manchester City og Chelsea.

„Ég vissi að þetta átti að vera vítaspyrna og ég hélt að VAR væri til að hjálpa í svona atvikum."

„Hann sagði mér að þetta hefði verið skoðað og að þetta væri ekki vítaspyrna. Fyrir mér er þetta klár vítaspyrna,"
sagði Sterling.

Chelsea vann stórleik dagsins 1-2 á heimavelli City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner