Rúrik Gíslason segir að það sé hefndarhugur í íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Króatíu í undankeppni HM á sunnudag.
„Það er hefndarhugur í okkur. Tvö töp og eitt jafntefli í síðustu þremur, þannig að það er algjörlega kominn tími á það (að við vinnum þá)," sagði Rúrik við Fótbolta.net eftir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun.
„Það er hefndarhugur í okkur. Tvö töp og eitt jafntefli í síðustu þremur, þannig að það er algjörlega kominn tími á það (að við vinnum þá)," sagði Rúrik við Fótbolta.net eftir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun.
Leikurinn sem er framundan á sunnudaginn er gríðarlega þýðingarmikill, en hann gæti skorið úr um það hvort liðið taki fyrsta sætið í riðlinum, en það bókar sæti til Rússlands á næsta ári.
„Við þurfum fyrst og fremst að eiga ansi góðan leik," sagði Rúrik aðspurður út í það hvað Ísland þyrfti að gera til að vinna Króatíu. „Þetta er hrikalega sterkt lið sem við erum að fara að mæta, en við höfum verið að spila betur og betur á móti þeim."
Hann segir að íslenska liðið sem muni vonandi nýtast vel.
„Við erum með ákveðnar áherslur sem ég tel að muni nýtast okkur vel á móti þeim," sagði hann.
Rúrik hefur mikið meiddur undanfarin ár, en hann segist vera í alveg ljómandi góðu standi núna.
„Ég myndi bara segja að ég væri eins og nýr. Það er langt síðan að ég var meiddur síðast og ég er í ljómandi góðu standi."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























