Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 08. júní 2019 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Frakkar náðu ekki skoti á markið
Tyrkneska landsliðið hefur verið að ná í góð úrslit að undanförnu.
Tyrkneska landsliðið hefur verið að ná í góð úrslit að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku skoraði þriðja og síðasta markið í auðveldum sigri Belgíu.
Romelu Lukaku skoraði þriðja og síðasta markið í auðveldum sigri Belgíu.
Mynd: Getty Images
Síðustu leikjum dagsins í undankeppni EM 2020 var að ljúka og eru ein úrslit sem koma á óvart. Það eru einnig úrslit sem gætu komið sér afar illa fyrir íslenska landsliðið, en Tyrkir voru að leggja Frakkland að velli.

Frakkar áttu herfilegan leik og sáu vart til sólar gegn öguðum Tyrkjum sem virkuðu mikið hættulegri í sóknaraðgerðum sínum.

Yalcin Ayhan og Cengiz Ünder skoruðu bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik en heimsmeistararnir áttu ekki eitt einasta skot sem fór á rammann í leiknum.

Tyrkir eru því með níu stig eftir þrjár umferðir og Frakkar með sex stig líkt og Íslendingar.

H-riðill:
Tyrkland 2 - 0 Frakkland
1-0 Yalcin Ayhan ('30 )
2-0 Cengiz Ünder ('40 )

Þýskaland, Belgía og Ítalía unnu sína leiki auðveldlega á meðan Skotar þurftu sigurmark á 89. mínútu til að leggja Kýpur að velli.

C-riðill:
Hvíta-Rússland 0 - 2 Þýskaland
0-1 Leroy Sane ('13 )
0-2 Marco Reus ('62 )

I-riðill:
Skotland 2 - 1 Kýpur
1-0 Andrew Robertson ('62 )
1-1 Ioannis Kousoulos ('87 )
2-1 Oliver Burke ('89)

Belgía 3 - 0 Kasakstan
1-0 Dries Mertens ('11 )
2-0 Timothy Castagne ('14 )
3-0 Romelu Lukaku ('50 )

J-riðill:
Grikkland 0 - 3 Ítalía
0-1 Nicoló Barella ('23)
0-2 Lorenzo Insigne ('30)
0-3 Leonardo Bonucci ('33)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner