Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. júní 2019 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Pukki hetjan gegn Bosníu
Teemu Pukki, 29 ára, hefur nú gert 19 mörk í 74 landsleikjum.
Teemu Pukki, 29 ára, hefur nú gert 19 mörk í 74 landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Artem Dzyuba setti fernu gegn San Marínó.
Artem Dzyuba setti fernu gegn San Marínó.
Mynd: Getty Images
Nokkuð merkileg úrslit litu dagsins ljós er Finnland fékk Edin Dzeko og félaga í heimsókn frá Bosníu.

Liðin eru í hörkuriðli ásamt Armenum, Grikkjum og Ítölum og baráttan um annað sætið verður væntanlega grimm.

Finnar áttu góðan leik gegn Bosníu, sem var án Miralem Pjanic sem er frá vegna meiðsla. Þeir voru betri og stóðu uppi sem sigurvegarar þökk sé tvennu frá Teemu Pukki.

Pukki átti frábært tímabil með Norwich City í ensku Championship deildinni. Norwich vann deildina og var Pukki markahæstur með 29 mörk í 9 stoðsendingar.

Í íslenska riðlinum, H-riðli, hafði Moldóva betur gegn Andorru í botnslagnum. Igor Armas gerði eina mark leiksins og misstu heimamenn Artur Ionita, leikmann Cagliari, af velli með rautt spjald.

Norður-Írar unnu þá sinn þriðja leik í röð og eru með níu stig. Þeir eiga þó eftir að spila við Holland og Þýskaland.

Ungverjaland deilir toppsæti með Króatíu eftir sigur gegn Aserbaídsjan og þá skoraði Rússland níu mörk gegn San Marínó, Artem Dzyuba setti fernu.

C-riðill:
Eistland 1 - 2 Norður-Írland
1-0 Konstantin Vassiljev ('25 )
1-1 Conor Washington ('77 )
1-2 Josh Magennis ('80 )

E-riðill:
Aserbaídsjan 1 - 3 Ungverjaland
0-1 Willi Orban ('18 )
0-2 Botond Barath ('53 )
1-2 Mahir Madatov ('70 )
1-3 David Holman ('71 )

H-riðill:
Moldóva 1 - 0 Andorra
1-0 Igor Armas ('8 )
Rautt spjald: Artur Ionita, Moldóva ('47)

I-riðill:
Rússland 9 - 0 San Marínó
1-0 Aleksandr Golovin ('25 )
2-0 Artem Dzyuba ('31 , víti)
3-0 Fedor Kudryashov ('36 )
4-0 Anton Miranchuk ('41 )
5-0 Artem Dzyuba ('74 )
5-0 Artem Dzyuba ('76 , Misnotað víti)
6-0 Artem Dzyuba ('76 )
7-0 Fedor Smolov ('77 )
8-0 Fedor Smolov ('83 )
9-0 Artem Dzyuba ('88 )

J-riðill:
Finnland 2 - 0 Bosnía Hersegóvína
1-0 Teemu Pukki ('56)
2-0 Teemu Pukki ('68)

Armenía 3 - 0 Liechtenstein
1-0 G. Ghazaryan ('2)
2-0 A. Karapetian ('18)
3-0 T. Barseghyan ('91)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner