Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 08. júlí 2020 21:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Við erum bara niðurlægðir hérna á okkar heimavelli
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir fékk Gróttu í heimsókn á Extra völlinn nú í kvöld í fimmtu umferð Pepsi Max deildar karla. Bæði lið höfðu fyrir leikinn einungis eitt stig og vermdu tvö neðstu sætin og fór svo að Grótta fór með sigurinn af hólmi.
„Fyrstu viðbrögð eru bara mikil vonbrigði, við erum bara niðurlægðir hérna á okkar heimavelli af spræku Gróttu liði, frammistaðan okkar bara slök heilt yfir og bara mikil vonbrigði með daginn í dag," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Grótta

„Við missum þá aðeins frá okkur og enn meira þegar seinna markið kemur, frekar ódýrt en engu að síður að ef þú horfir yfir leikinn að þá vildi Grótta þetta bara meira og voru sprækari, grimmari og ákveðnari og eiga þennan sigur bara skilið."

Það er ekki bjart yfir Fjölnismönnum þessa stundina en þetta voru heldur dýr stig í súginn í kvöld.
„ Brekkan er brött, við erum kannski bara á þeim stað sem okkur var spáð fyrir mót og það þarf ekki að koma neinum á óvart og er ekkert sjokk en við vitum að við getum betur og framundan eru fullt af stigum í pottinum, fullt af leikjum og framundan eigum við vonandi bara skemmitlegt sumar og við þurfum bara að rífa okkur upp." 

Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli á upphafsmínútum seinni hálfleik en Ási viðurkenndi að það væri tvísýnt hvort hann hefði átt að fara útaf í hálfleik.
„Höfuðhögg, við vorum að meta þetta inni í hálfleiknum hvort hann treysti sér til þess að vera áfram og þetta var svona 50/50 en svo kom það bara strax í ljós um leið og leikurinn byrjaði að þá vorum við bara fljótir að kippa honum út, hann var ekki alveg í lagi eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir í fyrri hálfleik." 

Hallvarður Sigurðarson hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum en Ási er vongóður um að hann snúi fljótt tilbaka.
„Við eigum hann inni og það styttist í hann og vonandi að hann nái að koma inní þetta í þessum mánuði allavega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir