Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. júlí 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlar ekki að taka eitthvað bara til að taka eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var spurður út í félagsskiptagluggann og hvort Leiknir ætlaði sér að fá inn leikmann fyrir komandi átök í Bestu deildinni.

Rætt var við Sigga eftir sigur liðsins gegn ÍA á mánudagskvöld.

„Við erum að skoða það bara eins og öll lið. Ég ætla ekki að taka eitthvað bara til að taka eitthvað. Það þarf að velja rétt og ég er ekki búinn að ákveða hvar ég vil styrkja mig eða hvað það er," sagði Siggi.

„Eins og öll lið er maður að skoða - hrikalega erfiður markaður. Ef þú tekur leikmann að utan þá þarf hann að vera klár í að spila strax leiki og svoleiðis kallar eru held ég ekki á leið til Íslands í Leikni. Svo er íslenski markaðurinn enginn," bætti Siggi við.

Leiknir er í næsteðsta sæti deildarinnar þegar ellefu umferðir eru búnar af deildinni.
Siggi hæstánægður: Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner