Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mán 08. júlí 2024 21:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Halli Hróðmars eftir dramatík á Akureyri - „Galið úr því sem komið var"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagur Ingi Hammer bjargaði stigi fyrir Grindvíkinga
Dagur Ingi Hammer bjargaði stigi fyrir Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningarnar eru út um allt. Þetta var ótrúlega sérstakur leikur, mér finnst ótrúlegt að við hefðum náð stigi út úr þessu og ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að hafa klárað það," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Þór á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Grindavík

„Við byrjum frábærlega og erum töluvert sterkari aðilinn fyrsta hálftímann, það er svekkjandi að skapa ekki meira á þeim tíma. Þeir byrja að hitna aðeins þegar líður á og svo gera þeir breytingu í hálfleik sem er helvíti góð. Ég var óánægður með mína menn sem voru svolítið lengi að bregðast við," sagði Halli.

„Við hugsuðum að við gætum fengið eitt horn eða eitt móment til að jafna leikinn. Dagur Ingi tók það móment heldur betur og jafnaði leikinn sem var galið úr því sem komið var."

Grindvíkingar jöfnuðu metin undir lok leiksins en þá voru þeir orðnir tveimur færri. Halli sagði sína hlið á báðum rauðu spjöldunum en Nuno Malheiro fékk seinna rauða spjaldið.

„Mér fannst það vera víti svo ræddi ég við dómarann og hann útskýrir hvað hann hafi séð þá sættir maður sig við það. Að því sögðu þá fannst mér hann ekki láta sig detta, mér fannst vera farið utan í hann en ekki nóg til að réttlæta vitaspyrnu. Rauða spjaldið er síðan bara klárt rautt, hann tekur mann niður sem er að sleppa í gegn," sagði Halli.

Eric Vales Ramos fékk seinna rauða spjaldið eftir glannalega tæklingu.

„Þetta var groddaraleg tækling. Ég er frekar nýr í þessu og leikirnir eru dæmdir mismunandi, ég hef séð menn sleppa með svona tæklingar og aðra fá rautt. Þetta er minn maður þá hefði ég auðvitað viljað að hann myndi sleppa en þetta er sennilega bara rautt," sagði Halli.


Athugasemdir