Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 08. júlí 2024 21:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Halli Hróðmars eftir dramatík á Akureyri - „Galið úr því sem komið var"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagur Ingi Hammer bjargaði stigi fyrir Grindvíkinga
Dagur Ingi Hammer bjargaði stigi fyrir Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningarnar eru út um allt. Þetta var ótrúlega sérstakur leikur, mér finnst ótrúlegt að við hefðum náð stigi út úr þessu og ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að hafa klárað það," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Þór á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Grindavík

„Við byrjum frábærlega og erum töluvert sterkari aðilinn fyrsta hálftímann, það er svekkjandi að skapa ekki meira á þeim tíma. Þeir byrja að hitna aðeins þegar líður á og svo gera þeir breytingu í hálfleik sem er helvíti góð. Ég var óánægður með mína menn sem voru svolítið lengi að bregðast við," sagði Halli.

„Við hugsuðum að við gætum fengið eitt horn eða eitt móment til að jafna leikinn. Dagur Ingi tók það móment heldur betur og jafnaði leikinn sem var galið úr því sem komið var."

Grindvíkingar jöfnuðu metin undir lok leiksins en þá voru þeir orðnir tveimur færri. Halli sagði sína hlið á báðum rauðu spjöldunum en Nuno Malheiro fékk seinna rauða spjaldið.

„Mér fannst það vera víti svo ræddi ég við dómarann og hann útskýrir hvað hann hafi séð þá sættir maður sig við það. Að því sögðu þá fannst mér hann ekki láta sig detta, mér fannst vera farið utan í hann en ekki nóg til að réttlæta vitaspyrnu. Rauða spjaldið er síðan bara klárt rautt, hann tekur mann niður sem er að sleppa í gegn," sagði Halli.

Eric Vales Ramos fékk seinna rauða spjaldið eftir glannalega tæklingu.

„Þetta var groddaraleg tækling. Ég er frekar nýr í þessu og leikirnir eru dæmdir mismunandi, ég hef séð menn sleppa með svona tæklingar og aðra fá rautt. Þetta er minn maður þá hefði ég auðvitað viljað að hann myndi sleppa en þetta er sennilega bara rautt," sagði Halli.


Athugasemdir
banner