Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mán 08. júlí 2024 21:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Halli Hróðmars eftir dramatík á Akureyri - „Galið úr því sem komið var"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagur Ingi Hammer bjargaði stigi fyrir Grindvíkinga
Dagur Ingi Hammer bjargaði stigi fyrir Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningarnar eru út um allt. Þetta var ótrúlega sérstakur leikur, mér finnst ótrúlegt að við hefðum náð stigi út úr þessu og ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að hafa klárað það," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Þór á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Grindavík

„Við byrjum frábærlega og erum töluvert sterkari aðilinn fyrsta hálftímann, það er svekkjandi að skapa ekki meira á þeim tíma. Þeir byrja að hitna aðeins þegar líður á og svo gera þeir breytingu í hálfleik sem er helvíti góð. Ég var óánægður með mína menn sem voru svolítið lengi að bregðast við," sagði Halli.

„Við hugsuðum að við gætum fengið eitt horn eða eitt móment til að jafna leikinn. Dagur Ingi tók það móment heldur betur og jafnaði leikinn sem var galið úr því sem komið var."

Grindvíkingar jöfnuðu metin undir lok leiksins en þá voru þeir orðnir tveimur færri. Halli sagði sína hlið á báðum rauðu spjöldunum en Nuno Malheiro fékk seinna rauða spjaldið.

„Mér fannst það vera víti svo ræddi ég við dómarann og hann útskýrir hvað hann hafi séð þá sættir maður sig við það. Að því sögðu þá fannst mér hann ekki láta sig detta, mér fannst vera farið utan í hann en ekki nóg til að réttlæta vitaspyrnu. Rauða spjaldið er síðan bara klárt rautt, hann tekur mann niður sem er að sleppa í gegn," sagði Halli.

Eric Vales Ramos fékk seinna rauða spjaldið eftir glannalega tæklingu.

„Þetta var groddaraleg tækling. Ég er frekar nýr í þessu og leikirnir eru dæmdir mismunandi, ég hef séð menn sleppa með svona tæklingar og aðra fá rautt. Þetta er minn maður þá hefði ég auðvitað viljað að hann myndi sleppa en þetta er sennilega bara rautt," sagði Halli.


Athugasemdir
banner
banner
banner