Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. ágúst 2019 14:10
Arnar Daði Arnarsson
Afturelding fær til sín tvo Spánverja (Staðfest)
Deivid Marquina nýr leikmaður Aftureldingar.
Deivid Marquina nýr leikmaður Aftureldingar.
Mynd: Afturelding
Roger Banet Badia kom til Aftureldingar í júlí.
Roger Banet Badia kom til Aftureldingar í júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur fengið til sín tvo Spánverja fyrir fallbaráttuslaginn sem framundan er í Inkasso-deildinni. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Deivid Marquina og Alejandro Zambrano.

Deivid Marquina er kantmaður og Alejandro Zambrano er miðjumaður en þeir koma báðir úr spænsku C-deildinni.

Þá fékk Afturelding einnig Stefán Þór Pálsson til sín í síðustu viku frá Víkingi Ólafsvík eins og við höfum greint frá.

„Þrír leikmenn úr leikmannahópnum okkar eru á leið til Bandaríkjanna í nám á næstu dögum og við þurfum að fá leikmenn í þeirra stað. Leikmennirnir sem um ræðir eru Andri Þór Grétarsson, Hafliði Sigurðarson og Sigfús Kjalar Árnason," sagði Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar á Facebook-síðu félagsins.

„Við væntum mikils af þessum nýju leikmönnum og vonumst til þess að þeir styrki okkar efnilega lið verulega á lokasprettinum. Inn í ákvörðunina spila að í sigrinum gegn Keflavík á dögunum meiddust Alexander Aron Davorsson, Valgeir Árni Svansson og Sigurður Kristján Friðriksson allir á hné í fyrri hálfleik og ekki er enn ljóst hvenær þeir snúa aftur," sagði Arnar.

„Við erum með flottan kjarna af leikmönnum sem hafa staðið sig ákaflega vel í sumar en sökum þessara leikmanna sem eru fjarverandi og eru á förum var ákveðið að stækka leikmannahópinn fyrir lokasprettinn. Það er mikilvægt að halda áfram að þroska okkar uppöldu leikmenn og að vera í Inkasso deildinni er lykilforsenda þeirra framfara. Við höfum verið að spila betur en stigafjöldinn segir til um og förum brattir inn í lokakafla tímabilsins," sagði Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar að lokum.

Afturelding mætir Fram í 16. umferð Inkasso-deildarinnar á föstudaginn en Afturelding er í 10. sæti deildarinnar með 14 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner