Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 08. ágúst 2019 15:20
Arnar Daði Arnarsson
Cloé Lacasse ekki komin með leikheimild með landsliðinu
Icelandair
Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild frá FIFA.
Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild frá FIFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti nú rétt í þessu hópinn sem mætir Ungverjalandi og Slóvakíu í fyrstu leikjunum í undankeppni EM. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli 29. ágúst og 2. september.

Cloé Lacasse leikmaður ÍBV sem fékk íslenska ríkisborgararétt fyrr í sumar er ekki í leikmannahópi landsliðsins fyrir þessa tvo leiki.

Jón Þór Hauksson, staðfesti það við Fótbolta.net að Cloé væri ekki komin með leikheimild frá FIFA og því hafi hún ekki komið til greina í þessum landsliðshópi.

Landsliðshópurinn:
Markverðir
Sandra Sigurðardóttir | Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik
Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir

Varnarmenn:
Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik
Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden
Sif Atladóttir | Kristianstads DFF
Guðný Árnadóttir | Valur
Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV
Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik
Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur

Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorn
Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals
Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg
Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik

Framherjar:
Hlín Eiríksdóttir | Valur
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik
Elín Metta Jensen | Valur
Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner