„Þetta var bara fínn leikur, skemmtilegur leikur að horfa á. Mér fannst við aðeins betri í þessum leik ef maður horfir á færin en þeir voru sprækir á köflum og ágætir í að halda boltanum. Mér fannst ég komast ágætlega persónlega frá þessu þannig bara ágætis viðbrögð frá mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Fylkis sem í kvöld lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í 15 þegar Fylkir gerði 1-1 jafntefli gegn Keflavík á HS-orkuvellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 1 Fylkir
Ragnar sem eins og alþjóð veit hefur verið burðarás í vörn landsliðsins undanfarin ár var án félags í nokkurn tíma áður en hann kom heim til Fylkis og hefur ekki æft lengi með liðinu. Hvernig er standið á honum?
„Miðað við það að ég er ekki búinn að æfa fótbolta í nokkra mánuði þá er ég mjög sáttur við hvernig þetta er búið að þróast.“
Ragnar sem fór af velli eftir rúma klukkustund bætti svo við aðspurður hvort hann væri klár í 90 mínútur í næsta leik?
„Í fortíðinni þurfti maður kannski einn svona leik og svo var maður klár en miðað við hvað maður er orðin gamall þá ætla ég ekki að lofa neinu en næst þegar ég spila ætla ég að reyna taka 90.“
Næsti deildarleikur Fylkismanna er gegn Víkingum þar sem Ragnar hittir fyrir samherja sinn úr landsliðinu Kára Árnason. Hlakkar Raggi til að fá að taka á honum?
„Það verður bara gaman. Verður mjög gaman að fá að spila á móti honum og Sölva líka og kljást aðeins . Ég reyndar mætti Sölva nokkrum sinnum þegar við vorum að spila í Rússlandi en ég á eftir að fá að mæta Kára. “
Sagði Ragnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir























