Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   fim 08. ágúst 2024 22:23
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Það er enginn að fara héðan
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð kátur að leik loknum eftir 2-1 sigur Keflavíkur á Grindavík á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld. Aðspurður afhverju Keflavík hefði staðið uppi sem sigurvegarari svaraði Haraldur.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Grindavík

„Stutta svarið við því er að við skoruðum tvö en þeir eitt. Mér fannst þetta fínn leikur, vel spilaður hjá okkur og þeim líka. Það voru kaflaskil í þessu eins og er oft. Við vorum með 1-0 stöðu í hálfleik og fannst við koma út í seinni hálfleik og taka öll völd og gera fljótlega annað mark. Svo fáum við á okkur smá klaufamark eftir mistök Ásgeirs í markinu og þeir fá smá blóð á tennurnar og liggja aðeins á okkur. Mér fannst við ekki nýta þá stöðu nægilega vel að geta sótt hratt á þá en við tökum stigin.“

Keflavík á í baráttu um að komast í umspil um sæti í Bestu deildinni og sigurinn í dag fleytir þeim skrefi nær því markmiði. Hvernig horfa menn á það í framhaldinu? Er liðið búið að setja sér ný markmið?

„Það skiptir kannski ekki öllu máli hvar þú lendir í umspilinu. Það eru sex leikir eftir og nóg eftir að stigum í pottinum. Auðvitað er kannski þægilegra að vera númer tvö eða þrjú en eins og staðan er í dag er markmiðið að komast í umspilið.“

Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, fékk það verkefni að spá í leiki umferðarinnar í Lengjudeildinni. Tveir leikmenn Keflavíkur þeir Sami Kamel og Dagur Ingi Valsson hafa verið orðaðir við KA að undanförnu. Ívar Örn sagði í spá sinni.

„ 2-0 sigur Keflvíkinga og mörkin frá Degi og Sami Kamel sem fagna svo sigrinum með því að skrifa undir hjá KA.“

Aðspurður hvort eitthvað væri að frétta af málum þeirra tveggja sagði Haraldur.

„Nei það er ekkert að frétta þar. Auðvitað er alltaf eitthvað í gangi þegar glugginn er opinn og lið að þreifa á einhverjum leikmönnum hjá okkur og öðrum og við hjá þeim. En nei það er enginn að fara héðan.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner