Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 11:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland tekur fram úr Írlandi
Eftir sigur Víkings á Bröndby í gær.
Eftir sigur Víkings á Bröndby í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki langt síðan Ísland var í algjörum ruslflokki þegar kom að árangri í Evrópukeppni, en það hefur heldur betur breyst á síðustu árum.

Ísland er auðvitað búið að vinna sér sæti í Evrópudeildinni fyrir næsta tímabil og við höldum áfram að klifra listann.

Það má líklega helst þakka Víkingi og Breiðabliki fyrir það en bæði þessi lið hafa náð stórkostlegum árangri síðustu ár og hafa þau bæði komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik gerði í gær jafntefli við Zrinjski Mostar frá Bosníu og Víkingur vann 3-0 sigur á Bröndby frá Danmörku, sem eru einhver bestu úrslit í sögu íslensks félagsliðs.

Með úrslitunum í gær tók Ísland fram úr Írlandi á styrkleikalista UEFA og er í 31. sæti. Besta deildin er að verða sterkari og næstu lönd til að taka fram úr eru Búlgaría, Rússland, Aserbaídsjan, Úkraína og Slóvenía.


Athugasemdir
banner