Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. september 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafði ekki heyrt lagið og þarf núna að syngja það inn í klefa
Icelandair
Fabian Schär.
Fabian Schär.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var vinsæl spurning á blaðamannafundi fyrir leik Sviss og Íslands í Þjóðadeildinni í gær hvort þjálfarar og leikmenn liðanna væru með Þjóðadeildarlagið á hreinu og hvort þeim þótti eitthvað varið í það.

Erik Hamren og Gylfi Þór Sigurðsson mættu á blaðamannafundinn hjá Íslandi og þar voru þeir spurðir út í lagið sem vakt hefur mikla lukku hjá fréttamönnum.

Gylfi sagðist því miður ekki hafa hlustað á það og Erik Hamren opinberaði að hann hefði heldur ekki heyrt lagið.

Þegar kom að blaðamannafundi Sviss ákváðu íslensku fjölmiðlamennirnir sem staddir eru í Sviss að forvitnast hvort Vladimir Petkovic, þjálfari Sviss, eða miðvörðurinn Fabian Schär hefðu heyrt lagið.

Hvorki Petkovic né Schär höfðu heyrt lagið en ef Petkovic fær að ráða þá mun það óma í búningsklefanum fyrir leik. Petkovic sagði nefnilega við Schär að hann myndi þurfa að syngja lagið fyrir leik.

Hér að neðan má hlusta á lagið sem Schär þarf að syngja í búningsklefanum fyrir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner