mið 08. september 2021 16:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri og Daníel æfðu með Víkingi - Holningin á þeim öðruvísi
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen
Mynd: Haukur Gunnarsson
Daníel Tristan
Daníel Tristan
Mynd: Total Football
Eiður Smári faðmar Andra Lucas.
Eiður Smári faðmar Andra Lucas.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir innkomu sína inn í íslenska landsliðið. Andri spilaði sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn á gegn Rúmeníu og svo skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann jafnaði leikinn gegn Norður-Makedóníu þegar skammt var eftir af leiknum.

Andri Lucas er nítján ára sóknarmaður sem er á mála hjá Real Madrid. Hann er í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum og er, eins og margir vita, sonur aðstoðarlandsliðsþjálfarans Eiðs Smára.

Andri Lucas sleit krossband í fyrra og sneri til baka fyrr á þessu ári. Í sumar æfði hann með Víkingi líkt og yngri bróðir hans, Daníel Tristan. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, var til viðtals í sjónvarpsþættinum 433 á Hringbraut í gær. Hörður Snævar Jónsson stýrði þættinum og í landsliðsumræðunni barst talið að Andra Lucasi.

Hörður er hrifinn af líkamsbyggingunni: „Hann er rosalegur íþróttamaður... ef hann hendir 2-3 kílóum af vöðvum á sig. Hann gæti orðið illviðráðanlegur," sagði Hörður.

„Alveg sammála því, hann er rosa nía, bara að sjá markið sem hann gerði. Hann er búinn að gera mikið af svona mörkum fyrir unglingaliðið hjá Real Madrid þar sem hann tekur sér stöðu, heldur varnarmönnum frá sér og þarf í raun bara eina snertingu til að snúa sér eins og það kallast 'on the sixpence'," sagði Arnar.

„Hann var að æfa aðeins með okkur í Víkingi og yngri bróðir hans líka. Holningin á þeim báðum er eiginlega allt öðruvísi en á Eiði og Sveini Aroni (eldri bróður Andra og Daníels). Þeir eru með aðeins léttari vöðva og ekki eins stóran rass, sem að Eiður reyndar nýtti mjög vel á sínum ferli. Holningin er alveg fullkomin til að skapa góðan fótboltamann og hausinn þeirra virkar í flottu lagi."

„Það gerist auðvitað núna, þegar Andri Lucas kemur inn á og skorar, þá fara allir af stað og allir fara að búast við miklu. Ég held að hann sé vanur þessu, bæði í gegnum afa sinn og pabba sinn og hann er líka leikmaður Real Madrid þar sem pressan er á alla daga. Hann virkar eins og týpan sem er að fara höndla þetta vel,"
sagði Arnar.

Hörður spurði hvort Arnar myndi í sporum þjálfarans byrja með Andra Lucas inn á í leiknum gegn Þýskalandi í kvöld.

„Já, ég myndi gera það. Viðar kemur að mörgu leyti mjög óvænt inn í hópinn og hefur að mörgu leyti staðið sig vel. Það sést alveg að hann er ekki í mikilli leikæfingu, er nýbyrjaður að spila eftir meiðsli. Mér finnst hann hafa staðið sig eins vel og hægt er að búast við. Það eru ekkert sem vita að hann er ekkert í toppstandi til að spila."

„Viðar hefur byrjað tvo leiki og mér finnst það lógískt að Andri Lucas fái kallið í næsta leik. Líka bara upp á 'goodwill' frá þjóðinni. Það er meðbyr með hans vali þannig ég held að enginn myndi vera ósáttur ef hann byrjar inn á,"
sagði Arnar.

Meira um Andra Lucas:
„Það er rosalega auðvelt að brenna leikmenn"
Sjáðu markið: Andri Lucas Guðjohnsen jafnar metin!
Andri Lucas í Meistaradeildarhópi Real Madrid
Arnar Gunnlaugs: Yngsti Guðjohnsen kannski enn efnilegri


Athugasemdir
banner
banner
banner