
„Maður stendur hérna frekar gáttaður. Þetta var bara hrikalega lélegt og barnalegt.“ Voru fyrstu orð Guðlaugs Victors Pálssonar landsliðsmanns eftir ansi svekkjandi 3-1 tap Íslands gegn Lúxemborg á útvelli fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Lúxemborg 3 - 1 Ísland
Ísland lenti undir snemma leiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir VAR skoðun á atviki þar sem Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Íslands gerðist brotlegur í vítateig Íslands. Heimamenn skoruðu úr spyrnunni og hlutskipti Íslands því að elta snemma leiks.
„Það er bara okkur að kenna, Við mættum bara ekki til leiks og það sást frá fyrstu sekúndu, Við vorun ekki fókusaðir og ekki til staðar. Ég tek fulla ábyrgð á þessu verandi einn af reynslumestu leikmönnum liðsins. Fullt af efnilegum strákum í kringum mig en ég tek fulla ábyrgð og ég veit að Höddi gerir það líka. VIð tókum gott spjall áðan og þetta eru bara hlutir sem eiga ekki að gerast í landsliðsfótbolta. “
Frammistaða Íslands í kvöld var langt frá því að vera nálægt nokkru sem óásættanlegt mætti kalla að mati margra. Um hana sagði Guðlaugur,
„Það er ekki hægt að standa og afsaka sig með neitt. Það þarf bara að horfa á þetta eins og þetta er og þetta var bara mjög vont kvöld, Einstaklings frammistöður vondar, liðsframmistaða ekki sú sem við óskuðum okkur. Kaflar í leiknum hér og þar sem voru allt í lagi en yfir heildina var þetta ekki boðlegt.“
Sagði Guðlaugur Victor en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir