Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   fös 08. september 2023 22:08
Elvar Geir Magnússon
Lúxemborg
Guðlaugur Victor talar hreint út: Ekki boðlegt
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Maður stendur hérna frekar gáttaður. Þetta var bara hrikalega lélegt og barnalegt.“ Voru fyrstu orð Guðlaugs Victors Pálssonar landsliðsmanns eftir ansi svekkjandi 3-1 tap Íslands gegn Lúxemborg á útvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Lúxemborg 3 -  1 Ísland

Ísland lenti undir snemma leiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir VAR skoðun á atviki þar sem Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Íslands gerðist brotlegur í vítateig Íslands. Heimamenn skoruðu úr spyrnunni og hlutskipti Íslands því að elta snemma leiks.

„Það er bara okkur að kenna, Við mættum bara ekki til leiks og það sást frá fyrstu sekúndu, Við vorun ekki fókusaðir og ekki til staðar. Ég tek fulla ábyrgð á þessu verandi einn af reynslumestu leikmönnum liðsins. Fullt af efnilegum strákum í kringum mig en ég tek fulla ábyrgð og ég veit að Höddi gerir það líka. VIð tókum gott spjall áðan og þetta eru bara hlutir sem eiga ekki að gerast í landsliðsfótbolta. “

Frammistaða Íslands í kvöld var langt frá því að vera nálægt nokkru sem óásættanlegt mætti kalla að mati margra. Um hana sagði Guðlaugur,

„Það er ekki hægt að standa og afsaka sig með neitt. Það þarf bara að horfa á þetta eins og þetta er og þetta var bara mjög vont kvöld, Einstaklings frammistöður vondar, liðsframmistaða ekki sú sem við óskuðum okkur. Kaflar í leiknum hér og þar sem voru allt í lagi en yfir heildina var þetta ekki boðlegt.“

Sagði Guðlaugur Victor en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner